Um okkur

Um okkur

Lítið fjölskilduverkefni sem fær aðstoð ýmissa einstaklinga þegar mesta fjörið er. Við ferðumst um landi til að bjóða skemmtum í form ánæju af því að lyfta sér upp með öðrum og fá sér sitt lítið af hverju nammi candiflosi og veifa blöðrum.


Fjörið byrjaði fyrir 20 árum hjá Erlu í M og K sem þróast út í að bjóða candy flos, nammi, blöðrur, ískalda drykki og partý vörur á bæjarhátíðum yfir sumarið, einnig að koma á fasta- og tilfallandi  viðburði.

Núna hafa nýjir eigendur tekið við og munu halda út þessari skemmtlegu þtarfsemi og þróa hana áfram.



Okkar Starfsfólk

Hjalti


Aðstoðarhjálparhellan

Laura


Lukku dísin 

Veislan á Hóli

Snati rokna ræðu hélt,
hæ þar á Hóli.
Já, Snati rokna ræðu hélt
sem raunar var bara urr og gelt.
Það var hæ hó hopp og hí og hamagangur á Hóli.

Nú skal verða veisla hér,
hæ þar á Hóli.
Já, nú skal verða veisla hér
þó vitlausi kötturinn sleppi sér.
Það var hæ hó hopp og hí og hamagangur á Hóli.

Komu‘ úr fjósi kýrnar þrjár,
hæ þar á Hóli.
Já, komu‘ úr fjósi kýrnar þrjár
og kváðust eiga dálítið tár.
Það var hæ hó hopp og hí og hamagangur á Hóli.

Svo fullur varð þá kötturinn,
hæ þar á Hóli.
Svo fullur varð þá kötturinn
að kyssti‘ hann Snata‘ á nefbroddinn.
Það var hæ hó hopp og hí og hamagangur á Hóli.

Gráni fór á gólfið strax,
hæ þar á Hóli.
Já Gráni fór á gólfið strax
með gylltar skeifur og bítlafax.
Það var hæ hó hopp og hí og hamagangur á Hóli.

Í kindurnar hljóp þá kapp og fjör,
hæ þar á Hóli.
Í kindurnar hljóp þá kapp og fjör



og kýrnar fóru úr hverri spjör.
Það var hæ hó hopp og hí og hamagangur á Hóli.

Margan ölið illa sló,
hæ þar á Hóli.
Margan ölið illa sló
og ofan í flórnum kisa dó.
Það var hæ hó hopp og hí og hamagangur á Hóli.

Um morguninn þegar mjólkað var,
hæ þar á Hóli.
Um morguninn þegar mjólkað var,
var mjólkin í kúnum strokkuð þar.
Það var hæ hó hopp og hí og hamagangur á Hóli.

Kannski við endum kvæðið senn,
hæ þar á Hóli.
Kannski við endum kvæðið senn
þó kötturinn sé víst fullur enn.
Það var hæ hó hopp og hí og hamagangur á Hóli.

m.a. á plötunni Ríó tríó – Eitt og annað smávegis

Fengið af síðunni

https://glatkistan.com/2017/02/28/veislan-a-holi/

(Lag / texti: erlent lag / Jónas Friðrik Guðnason)

m.a. á plötunni Ríó tríó – Eitt og annað smávegis

Anna


Prímusmótorinn